Hugleyðing um rósir og lífsins veg !


Ég hef nú ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið vegna þess að ég hef verið upptekin í öðru, en ég hef saknað þess að setjast niður og skrifa því að það gefur mér mjög mikið. kannski verð ég duglegri núna og fer að nenna að elda aftur og deila því með ykkur.

Ég fór með myndavélina út í garð og tók myndir af þessum rósum þær eru svo fallegar, en einhverstaðar stendur það er engin rós án þyrna og ég stakk mig þegar ég var að káfast í þeim og þannig er það líka með lífið það gengur upp og niður hjá okkur öllum og við þurfum að klífa fjöll og dali oft á tíðum en komumst á endanum á jafnsléttu ef við höldum áfram og gefumst ekki upp.


Það er alltaf spurningin hvernig fer ég í gegnum hlutina og ætla ég að halda áfram eða bara leggjast niður og gefast upp, í garðinum mínum eru ótal plöntur og þær hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir því í sumar að lifa af út af veðrinu og mér finnst svo gaman að fylgjast með þeim og hversu seigar þær eru þær finna sína leið og það þurfum við líka að gera þegar á móti blæs hjá okkur.

Sá sem ferðast einn getur byrjað daginn núna, en sá sem ferðast með öðrum verður að bíða þar til hinn er tilbúinn. - Henry David Thoreau-

Erum við alltaf að breyta okkar áætlun af því að annað fólk biður okkur að gera eitthvað annað ?

Það er gott mál að vera hjálpsamur og gera öðrum greiða en ef við erum alltaf að ganga á okkar plön þá verðum við pirruð og okkur miðar ekki áfram,  því þurfum við að finna milliveginn í þessu eins og öðru, vera hjálpsöm ef við getum en muna að okkar tími er líka dýrmætur.

Það er á okkar ábyrgð að vera fararstjórar í okkar eigin lífi, því ef við erum endalaust að bíða eftir þessu eða hinu eða einhverju fólki þá sitjum við bara föst.
Ef við erum partur af fjölskyldu þá verðum við auðvitað að taka tillit til hennar en hún verður líka að taka tillit til okkar.

á þessum fallega litríka degi er gott að hugsa um hvort ég þori að vera öðruvísi ? eða ætla ég að halda áfram að vera bara eins og allir hinir vilja að ég sé?

Já þegar stórt er spurt þarf maður að leggast undir feld og hugsa málið vel og lengi og ef ástæða er að breyta einhverju þá er enginn dagur betri en dagurinn í dag.

Til hamingju með daginn öll!!!!

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!