Leifðu tárunum að koma !

Leifðu tárunum að koma. Láttu þau vökva sál þína. -Eileen Mayhew

Þegar við leggjum niður varnirnar, losum um spennuna sem við höfum  byggt upp út af  erfiðum aðstæðum sem við erum í þá koma oft tárin. En það eru tárin sem gera okkur mýkri, bræða mótstöðuna í okkur og sína hversu varnarlaus við erum. Við erum jú bara mannverur með tilfinningar og það er gott að geta grátið og lagt niður varnirnar. Mörgum finnst óþægilegt að gráta og eiga erftitt með það og svo eru aðrir sem lýsa sér að þeir séu bara algjörar tilfinningatuskur þeir megi bara ekkert aumt sjá þá fari þeir að gráta.

Ég sá á fésinu að margir töluðu um það daginn eftir að minningar þátturinn um Hemma Gunn heitinn var sýndur að þeir hefðu bæði hlegið og grátið yfir þættinum og ég var ein af þeim og ekki þekkti ég hann neitt nema úr fjölmiðlum, það er kjarkur að mínu mati að tala bara opinskátt um að hafa grátið því það er enginn skömm að gera það.

Í gegnum tíðina hef ég oft grátið og eins og ein góð vinkona mín sagði við mig um árið " Lára mín vertu þakklát að geta grátið og mundu að tárin eru perlur sálarinnar" Já það hafa svo sannarlega komið margar perlur frá mér :)
Það hafa líka komið tímabil þar sem ég hef verið að fara í gegnum erfið mál og hef ekki getað grátið og það er ekki gott þá finnst mér eins og ég sé að kafna.



Ég hef líka oft grátið af gleði yfir einhverju góðu í lífi mínu og oft fengið tár í augun við að hlusta að fallega frásögn eða tónlist, það hafa líka komið stundir þar sem ég hef hugsað um börnin mín og hversu þakklát ég er fyrir þau og hversu stórkostlegar manneskjur þau eru.

Fyrir nokkrum árum síðan fór ég í fyrsta skiptið inn á hálendi Íslands ég hafði aldrei þorað að fara, en þarna var ég tilbúin og fór og það var eins og allir góðir vættir væru með mér og vildu sína mér landið okkar í alldri sinni dýrð því að ég var í þriggja daga ferð og það var ekki skýhnoðri á lofti og sólin skein þannig að ég fékk útsýni í allar áttir og grét af gleði yfir ferðinni og fegurðinni.

Munum bara að við erum mennsk og með tilfinningar og það er allt í lagi að vera stundum viðkvæm hvort sem það er út af einhverju erfiðu eða fallegu og verum ekki að skammast okkar þótt við fáum tár í augun eða grátum.

   Tárin eru perlur sálarinnar og eru svo falleg 

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!