Að vera lausnarmiðuð/ úrræðagóður

Hvað þýðir það að vera lausnarmiðuð ? Og hvernig læri ég það?

Fyrir nokkrum árum var ég í námi og fékk verkefni að finna 100 jákvæða hluti um sjálfa mig og við fengum stuttan tíma til að leysa þetta og ég hugsaði með mér þetta er óleysanlegt verkefni.
En þegar ég settist niður og fór að skoða þetta þá var það fyrsta sem ég skrifaði á blaðið úrræða góð og hvað gerir svoleiðis fólk jú það finnur lausnir á verkefnum eða vandamálum og þá datt mér í hug að tala við alla sem í kringum mig voru þá börnin mín, vini, systur, vinnufélaga og bað þá að segja 5 jákvæð atriði um mig.

það kom mér virkilega á óvart hvað þetta gekk vel og svo bætti ég  því við sem mér fannst jákvætt við mig og viti menn 102 atriði voru komin á blað og ég var ein af fáum sem skilaði þessu verkefni og það var svo skemmtilegt í leiðinni að sjá hvað fólkið í kringum mig sagði um mig og það var yfirleitt það sama en með mismunandi orðum og ég á þetta blað ennþá og ætla að varðveita það.


Þetta er kallað á ensku að vera solution based og ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert sjálfsagt að vera svona kannski er það uppeldið eða persónueinkenni sem gerðu mig svona og það eru ekki allir með þennan hæfileika,  en það geta allir unnið að honum. Ég held að ég hafi stundum tekið frá yngsu dætrum mínum tækifæri til að þróa þennan hæfileika því að ég hef haft tilhneiingu til að gera bara hlutina fyrir þær, en sú elsta hefur þennan hæfilæka í ríkum mæli og er oft búin að sýna og sanna það, þessar yngsu eru líka búnar að sýna að þær geta alveg bjargað sér ef ég leyfi þeim það.

Við þurfum kannski að horfast í augu við það að við gerum of mikið fyrir börnin okkar og leyfum þeim ekki að þróa með sér hæfileikann til að komast af og það er ekki gott fyrir þau og ekki okkur heldur, kannski er ástæðan sú að við viljum halda í þau aðeins lengur eða við viljum gera eitthvað fyrir þau sem ekki var gert fyrir okkur. Ég hef heyrt fólk segja að þessi kynslóð sem er að alast upp sé " KRULL KYNSLÓÐ" ég vissi nú ekki í byrjun hvað það þýddi en fékk svo skýringu á því það er átt við íþróttina KRULL þar sem sópað er á undan kúlu til að koma henni í mark og það er það sem við gerum svo oft við börnin okkar sópum á undan þeim svo þau þurfi nú ekki að lenda í neinu slæmu, en þá tökum við líka frá fólki tækifæri til að rækta þennan hæfileika.

Það er líka gott að muna að ef mér fallast hendur yfir einhverju verkefni og finnst ég alls ekki ráða við það þá er gott að leita aðstoðar og við þurfum öll á hjálp að halda við og við líka þeir sem eru úrræðagóðir.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!