Það er ekki allt sem sýnist
Enn og aftur er kominn sunnudagur og ég sest við skriftir, það sem mig langar að segja þennan morguninn er það er ekki allt sem sýnist. Og hvað á ég við með því jú við vitum ekki allt um fólk og ættum því að fara spaarlega með að dæma aðra og þeirra líf því að við vitum ekki hvað fer fram á bak við lokaðar dyr og stundum líta hlutirnir einhvern veginn út en eru svo alls ekki svoleiðis. Mér er minnisstætt sem ég heyrði konu segja fyrir mjög mörgum árum síðan en hún hafði verið að hún hélt í góðu hjónabandi en svo kom maðurinn hennar heim dag einn í byrjun september og sagði henni að hann vildi skilnað , hún var algjörlega varnarlaus og hélt að allt væri í lagi hjá þeim. Auðvitað var konan í sjokki yfir þessu og fór að kafa í hvað hefði gerst og hvað hún hefði gert rangt og allt það sem fólk fer í gegnum þegar það skilur , hún sagði að fólk hefði talaði um það eftirá að þau hefðu litið út fyrir að fera fullkomin hjón, sem þau kannski voru einhvern tímann en m...