Reiði ....hvaða áhrif hefur hún á okkur....
Bæld reiði getur eitrað sambönd jafn mikið og grimm orð. - Joyse Brothers. Fann þessa mynd articles.baltimoresun.com Hvað er Reiði ? Jú það er tilfinning sem allir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni. Ein elsta tilfinningin í þróun mannsins og viðbragð við ákveðnum atvikum sem við skynjum sem árás, hættu eða vanvirðingu. Reiði er missterk, allt frá pirringi yfir í heift og það eru ýmis nöfn á þessu t.d. gremja, æsingur, ergelsi, önuleiki, biturð, geðvonska, beiskja og jafnvel hatur og það er mjög erfitt að vera fastur í einhverju svona munstri og fer illa með þá sem eru það. En reiði þjónar líka oft þeim tilgangi að fela aðrar tilfinningar t.d. afbrýðisemi, kvíða, ótta og óöryggi og ef við verðum oft reið þá er kannski komin vísbending um að eitthvað sé að og að vi...