Posts

Showing posts from November, 2014

Kærleikur er karlkyns nafnorð en ég ætti samt........

Image
Þessar fallegu myndir prýða vegg á skrifstofunni minni í vinnunni og mér finnst ótúlega vænt um þær þessi efri er kort sem ég fékk einu sinni og þá neðri keypti ég í Prag af listakonunni sjálfri. mér finnst þær svo lýsandi fyrir kærleikann. Ég hef upplifað það núna í vetur hversu kærleiksríkt fólk er í kringum mig og það er alveg ómetanlegt að finna það, ég hef líka fundið fyrir því að ég get verið kærleiksrík kona við annað fólk en hef ekki verið nógu dugleg að vera það við sjálfa mig. Kvíðinn hefur verið að herja á mig af og til og í stað þess að taka bara eftir því og sýna mér umburðarlyndi hef ég verið að skamma mig fyrir þetta... Þú átt nú að kunna að takast á við þetta og þú átt að...... og auðvitað átt þú að.....og svo framvegis og þetta eru ekki hjálplegar setningar fyrir neinn og þær mundi ég ekki segja við neinn annan. Ég er svo heppin að vera í hóp með fólki sem er að stunda Núvitund og þegar ég er að gera æfingar í selfcompassion ( sjálfsgóðvild )   ...

Salt, salt og meira salt !

Image
Ég hef þörf fyrir að vera alltaf eitthvað að bralla og núna síðast var ákveðið  að gera smá tilraunir með salt, keypti þessar sætu krukkur hjá sösterne og auðvitað þurfti að setja eitthvað í þær. Tegundirnar sem ég prófaði að gera eru: krækiberjasalt,  steinselju og hvítlaukssalt,  chillisalt,  lauk og hvítlaukssalt,  rósmarínsalt. Í frystinum á ég krækiber, bláber og eitthvað af kryddjurtum og auðvitað þarf maður að gera smá tilraunir við og við annað er ekki hægt. Ég tók út krækiber og steinselju og prófaði að setja á smjörpappír við vægan hita inn í ofn til að þurrka og það var allt í lagi með berin en steinseljan varð bara dökk og vond og þá þurfti ég að nota aðra aðferð á hana. Var með hvítlauk og lítinn lauk og ég saxaði þá báða mjög smátt en laukurinn kemur úr garðinum mínum og þeir eru mjög bragðsterkir. Þurrkað yfir nótt. Berin hálf þornuð sett saman við saltið sem ég notaði (Norður Salt flögur ) og svo setti ég blönd...

Sektarkennd....

Image
Sektarkennd er leiðinlegur og erfiður  ferðafélagi og það er alveg ótrúlegt  hversu lífsseig hún getur verið.  Ef við höfum ekkert gert til að losna undan henni getur hún verið mjög hamlandi og skert lífsgæði okkar. Væri ekki gott  að þurfa ekki að vera með þessar steningar á vörunum  " bara ef ég hefði  ekki " eða   "vildi óska að ég hefði."    Margir og þá sérstaklega konur eru með stöðuga sektarkennd af því að þær þurfa að skipta tíma sínum á milli barna, vinnu, maka, vinkvenna, heilsuræktar og annara áhugamála, svo skilja þær ekkert í því að streitan er alveg að fara með þær úff  úff. Við verðum að hætta þessu og muna að það er enginn fullkominn! Ég hef tekið eftir því að sektarkenndin á ennþá greiðan aðgang að mér ef ég er búin að vera lengi undir álagi þá mætir hún alveg óboðinn og potar og potar í mig og segir mér að ég sé alveg ómöguleg þrátt fyrir að ég sé búin að vinna mikið til að losna undan hen...