Posts

Showing posts from October, 2014

Í vetrarbyrjun.....

Image
Núna 25 október er fyrsti vetrardagur og þá fer margt í minni venjulegu rútínu að breytast eins og hjá mörgum öðrum inni áhugamálin taka við af úti o.s.frv.   Það er nú ekki svo að ég ætli ekkert út fyrir hússins dyr í vetur en veit samt að það verður meiri innivera en í sumar og nú er ég búin að pakka saman hjólinu mínu keyrði nokkrum sinnum á staura í sumar þannig að ég tek enga sjénsa á því í vetur, en góðu fréttirnar eru að mér hefur farið fram á hjólhestinum og hann verður pússaður og dreginn fram í vor. Mér finnst hver árstíð hafa sinn sjarma og það er hægt að finna margt gott um þær allar. Sumarið með fallegu blómin og ylinn hefur hvatt í bili Veturinn með snjóinn, jólinn og kertaljósin tekur við þá er gaman að kveikja upp úti á palli og húsgögnin á pallinum fara í frí í vetur og kúra í skúrnum fram á næsta vor Sumarið hefur verið gott fyrir mig og mína og dæturnar hafa verið að gera það gott enda flottir einstaklingar. ...

Frú blúnda fer á kreik....

Image
Það segja sumir að ég sé algjör blúnda kannski er það alveg rétt en eitt er víst að að blúndur og  krúsindúllur eru í algjöru uppáhaldi hjá mér.  Ég hef alltaf verið frekar viðkvæm sál  kannski eins og fíngerð blúnda og sem barn var þetta mikið að trufla mig en í dag er þetta einn af mínum góðu kostum.  Á ferðum mínum erlendis skoða ég yfirleitt blúndur og dúka á hverjum stað og hef oftar en ekki komið heim með eitthvað fallegt í töskunni en á Ítalíu í sumar hafði ég ekki tækifæri til þess og það var alveg ferlegt. Nýlega var gerð smá vörutaling á blúndu og borða birgðum frúarinnar og þar kom  nú ýmislegt í ljós og ég áttaði mig á því að það er alveg ómöguleg að hafa þessar gersemar pakkaðar ofan í skúffu. Því  ákvað ég að biðja bóndann að renna fyrir mig gamaldags tvinnakefli en þau þurftu að vera  stærri til að ég kæmi blúndum og borðum á þau og auðvitað brást hann vel við þessu og gerði þessi fjögur kefli til að byrja með fyrir ...

Gulrætur....sem urðu að súpu ....

Image
Eru þær ekki fallegar gulræturnar sem ég fékk upp úr garðinum okkar hélt að það yrði engin uppskera því kom það  mér þægilega á óvart hversu mikið var undir grösunum.  Þær eru svo góðar svona alveg glænýjar og það er allt annað bragð af þeim sérstaklega ef maður hefur ræktað þær sjálfur. Nú er um að gera að borða þær meðan birgðir endast og þess vegna ákvað ég að prófa að gera mína gulrótarsúpu. Í hana fór: 800 gr. gulrætur 1 dós kókosmjólk 3 hvítlauksrif smá biti af túrmenikrót ( 1cm )  biti af engiferrót salt, pipar 1/2 ltr. vatn laukur notaði litlu laukanan mína og þeir voru 4 eða 1 meðalstór laukur 1 grænmetisteningur. Þessi uppskrift er alveg fyrir 6 og svo er afgangur sem gott er að frysta og eiga í nesti.    Setti smá olíuslettu c.a 1 tsk í stórann pott og út í það allt kryddið og lét það aðeins samlagast  bætti  gulrótum í sneiðum  út í og lét þær hitna vel í gegn í  smá stund...