Í vetrarbyrjun.....
Núna 25 október er fyrsti vetrardagur og þá fer margt í minni venjulegu rútínu að breytast eins og hjá mörgum öðrum inni áhugamálin taka við af úti o.s.frv. Það er nú ekki svo að ég ætli ekkert út fyrir hússins dyr í vetur en veit samt að það verður meiri innivera en í sumar og nú er ég búin að pakka saman hjólinu mínu keyrði nokkrum sinnum á staura í sumar þannig að ég tek enga sjénsa á því í vetur, en góðu fréttirnar eru að mér hefur farið fram á hjólhestinum og hann verður pússaður og dreginn fram í vor. Mér finnst hver árstíð hafa sinn sjarma og það er hægt að finna margt gott um þær allar. Sumarið með fallegu blómin og ylinn hefur hvatt í bili Veturinn með snjóinn, jólinn og kertaljósin tekur við þá er gaman að kveikja upp úti á palli og húsgögnin á pallinum fara í frí í vetur og kúra í skúrnum fram á næsta vor Sumarið hefur verið gott fyrir mig og mína og dæturnar hafa verið að gera það gott enda flottir einstaklingar. ...