Umhverfið okkar hefur áhrif á líðan.
Þessar myndir eru teknar á markaði sem er haldin á föstudögum í Castelraimondo þar sem ég var á Ítalíu. Sólblómin voru að byrja að springa út um það leiti sem ég var að fara heim og mér finnst þau svo falleg og einhvern veginn ekki hægt annað en að vera glaður í kringum þau. Það var líka gaman að sjá þau á ökrunum hvernig þau eins og við mannfólkið snéru sér eftir sólinni og svo hneigðu þau höfuð þegar fór að kvölda. Það voru margar aðrar tegundir af blómum þarna og það var svo ódýrt að fá sér vönd og ég er mjög hrifin af því að hafa blóm í kringum mig þau veita mér mikla ánægju hérna áður fyrr var ég mjög dugleg að kaupa handa mér blóm ef þannig lá á mér en er hætt því að mestu leiti núna af hverju ætli ég hafi gert það ?? Eigum við ekki að láta það eftir okkur að fá okkur vönd ef þannig liggur á okkur ? Ef það veitir okkur ánægju og gleði að hafa blóm í kringum okkur fáum okkur þá blóm verum ekki að bíða eftir því að einhver gefi okkur þau, v...