Sumarfríið búið !
Nú er sumarfríið búið og mér finnst það gott vont, það er gott að komast í sína föstu rútínu og hitta samstarfsfólkið aftur en nú getur maður ekki stokkið eitthvað út í buskann ef þannig liggur á manni ( eins og ég hafi nú verið mikið að því) En nú tekur haust brjálæðið við hjá mér ég veit ekki hvað þetta er en ég breytist í óðan safnara þegar fer að hausta þá fer ég að tína ber og sulta, setja í krukkur og frysta allskonar góðgæti og ég hreinlega elska þennan tíma en nú bregður svo við að ég hef alveg verið til friðs og skil ekkert í því hvað sé að mér? Hvar er söfnunar áráttan ég lýsi eftir henni hér með það gengur ekki að eiga engan vetrarforða ég gæti soltið. Uppskeran úr garðinum er eitthvað rýr þetta árið enn sem komið er búin að taka upp einn hvítkálshaus og tvo brokkáli hausa það er allt og sumt en rauðkálið er hálf aumingjalegt en kannski rætist úr því það er ekki öll nótt úti enn. Rifsberin eru aðeins að byrja að roðna en blessaðir fuglarnir eru búnir að taka sinn ske...