Posts

Showing posts from August, 2013

Sumarfríið búið !

Image
Nú er sumarfríið búið og mér finnst það gott vont, það er gott að komast í sína föstu rútínu og hitta samstarfsfólkið aftur en nú getur maður ekki stokkið eitthvað út í buskann ef þannig liggur á manni ( eins og ég hafi nú verið mikið að því) En nú tekur haust brjálæðið við hjá mér ég veit ekki hvað þetta er en ég breytist í óðan safnara þegar fer að hausta þá fer ég að tína ber og sulta, setja í krukkur og frysta allskonar góðgæti og ég hreinlega elska þennan tíma en nú bregður svo við að ég hef alveg verið til friðs og skil ekkert í því hvað sé að mér? Hvar er söfnunar áráttan ég lýsi eftir henni hér með það gengur ekki að eiga engan vetrarforða ég gæti soltið. Uppskeran úr garðinum er eitthvað rýr þetta árið enn sem komið er búin að taka upp einn hvítkálshaus og tvo brokkáli hausa það er allt og sumt en rauðkálið er hálf aumingjalegt en kannski rætist úr því það er ekki öll nótt úti enn. Rifsberin eru aðeins að byrja að roðna en blessaðir fuglarnir eru búnir að taka sinn ske...

Maður er ekki gamall fyrr en ?

Image
Maður er ekki gamall fyrr en eftirsjá tekur við af draumum. - John Barrymore Já það er sannleikur í þessum orðum og við höfum örugglega öll gert eða ekki gert eitthvað sem við sjáum eftir það er partur af því að vera mannlegur, en ef við erum föst í eftirsjá og sjáum ekki það sem er framundan þá þurfum við að hugsa okkar gang. Að eiga sér drauma er eitthvað sem við þurfum öll og svo er misjafnt hvers konar draumar það eru getur verið draumaferð, nám, eignast kartöflugarð, búa í öðru landi, og svo mætti lengi telja, en þegar við höldum að við getum þetta ekki af því að við séum of gömul, eigum ekki pening, eða hvað það er sem við setjum fyrir okkur þá þurfum við  kannski að endurskoða hugsana ganginn hjá okkur. Ef ég er ákveðin í að láta verða að því að fara í drauma ferðina mína þá verð ég bara að byrja að spara í dag og kannski þarf ég að láta eitthvað annað á móti mér á meðan þetta er alltaf val hjá okkur og það er svo gott að hafa þetta val.  Hefur þú sest nið...

Hugleyðing um rósir og lífsins veg !

Image
Ég hef nú ekki verið dugleg að blogga upp á síðkastið vegna þess að ég hef verið upptekin í öðru, en ég hef saknað þess að setjast niður og skrifa því að það gefur mér mjög mikið. kannski verð ég duglegri núna og fer að nenna að elda aftur og deila því með ykkur. Ég fór með myndavélina út í garð og tók myndir af þessum rósum þær eru svo fallegar, en einhverstaðar stendur það er engin rós án þyrna og ég stakk mig þegar ég var að káfast í þeim og þannig er það líka með lífið það gengur upp og niður hjá okkur öllum og við þurfum að klífa fjöll og dali oft á tíðum en komumst á endanum á jafnsléttu ef við höldum áfram og gefumst ekki upp. Það er alltaf spurningin hvernig fer ég í gegnum hlutina og ætla ég að halda áfram eða bara leggjast niður og gefast upp, í garðinum mínum eru ótal plöntur og þær hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir því í sumar að lifa af út af veðrinu og mér finnst svo gaman að fylgjast með þeim og hversu seigar þær eru þær finna sína leið og það þurf...

Mynta hvað gerir hún?

Image
Nú sprettur myntan sem aldrei fyrr í garðinum hjá mér hún hefur ekki náð sér á strik undan farin ár vegna þess að hún var alltaf í miklum skugga, mér er sagt að hún sé fljót að breiða úr sér og ég sé það eftir þetta sumar að það er rétt.  En hvað geri ég við alla þetta myntu?  Ég hef verið að lesa mér til um hana og í hvað og við hverju er gott að nota hana. Ég fann þetta á netinu og þar er talað um hana af mikilli virðingu sem lækningarjurt, eins og sést á þessari mynd, En þar er talað um að hún sé góð bæði útvortis og innvortis. Innvortis  Verk- og vindeyðandi, krampalosandi, vinsæl við flökurleika og uppköstum, örvar lifrarstarfsemi og styrkir gallblöðru. Fyrir viku síðan prófaði ég að nota hana við magakveisu og hún virkaði vel fyrir mig veit ekki hvort hún læknaði kveisuna en hún róaði magann, en ég drakk vatn sem hún var búin að liggja í. Útvortis. Hún er notuð í nuddolíur og krem til að auka blóðrás og súrefnisflæði í vöðvum og ég hef haft me...