Posts

Showing posts from December, 2018

Allt sem er frábært !!

Image
Nú er nýtt ár framundan og þá er gott að skoða hvað árið sem er að líða hefur fært mér og þar er margt að þakka. Í febrúar bættist við í fjölskylduna mína þessi fallega ömmu stúlka hún fékk nafnið Lísa Mjöll sem passar henni mjög vel því að hún kann svo sannarlega að senda frá sér ljós. Og ég varð strax ástfangin af henni og hef fengið að njóta þess að vera með í hennar lífi og ætla að leggja mig fram við að halda því áfram. Lísa varð líka til þess að ég kynntist yndislegu fólki sem eru amma og afi föðurmegin og það er mjög dýrmætt fyrir mig. Árið fór vel með fólkið mitt og þeim gekk öllum vel á þessu ári sem er að líða og það er langt síðan það hefur verið svona mikill stöðuleiki í kringum mig og það ber að þakka. Vinnulega gekk mér vel og hef fengið að taka þátt í mörgum kraftaverkum þar og stundum hef ég efast um sjálfa mig þar en á þessu ári fékk ég einhvern veginn vissu um að ég væri á réttri hillu í því sem ég er að gera og það er svo góð tilfinning. ...

Breytingar

Image
Breytingar eru oft erfiðar og fara misvel með okkur, undanfarið er ég að upplifa allskonar tilfinningar tengdar þeim. Um helgina var ég að taka fram jóladótið og það var mjög erfitt því að þetta eru önnur jólin mín sem ég er að gera þetta ein, í fyrsta skiptið á ævinni er enginnn sem er að velja með mér jólatré eða taka þátt í öðrum undirbúningi, en það er allt í lagi ég get þetta alveg ein og er búin að taka ákvörðun um að kaupa mér ekki jólatré. Ég er svo heppin að eiga börnin mín sem ég verð með um jólin því miður eru ekki allir svo heppnir, en það þýðir ekki að ég meigi ekki finna fyrir því að þessar breytingar eru erfiðar, en ég ætla ekki að dvelja í þeim heldur halda áfram og njóta. Það eru margir sem eru í sömu sporum og ég, og það fer misvel í fólk að vera eitt og þá er alltaf spurning um hvað hægt er að gera. Það er hægt að búa sér til sín jól og jólahefðir og gera eitthvað nýtt sem þig hefur kannski alltaf langað til að gera, ég er t.d. að fara í fyrst...