Kona 60+ einhleyp og hvað
Hvað þýðir það að vera einhleypur ???? Þýðir það að vera alltaf einn úti að hlaupa og kaupa, þetta er svolítið skrítið orð finnst mér og ekki er betra að vera fráskilin. Skilin frá þeim sem þú elskar eða elskaðir, frá fjölskyldu þeirra og kannski einhverjum vinum, hljómar ekki vel en þanning er það oft og það getur verið erfitt fyrir fólk að vinna úr því. Hvað þýðir þetta fyrir konu sem er komin yfir sextugt, er þá lífinu lokið af því að þú ert að eldast og átt ekki maka? Ertu þá bara alveg úti að aka og nennir ekki lengur að vaka, hvað þá að baka? Það fer örugglega bara eftir því hverning persóna þú ert og ég held líka að það sé mikill munur á körlum og konum, konur eru oft betur settar félagslega og eiga því auðveldara með að fóta sig í nýja lífinu, og auðvitað eru einhverjir karlenn þannig líka en það er sjaldgæfara. Ég hef nóg að gera og stundum allt of mikið og get ráðið því sjálf hvort ég sé úti á hverju kvöldi að gera eitthv...