Posts

Showing posts from January, 2016

Afgangar og nýtni.....

Image
Aldrei þessu vant var ekki mikið um matarafganga eftir jólin hjá okkur og ég held að það sé bara af því að ég er að verða svo vitur í innkaupum, en það hefur ekki alltaf verið svoleiðis ef ég hef sé eitthvað gott tilboð þá hefur verið erfitt að ganga framhjá því og svo er frystirinn fylltur og skúffur og skápar þannig að þótt 8 manns detti óvart inn í mat þá er alltaf nóg til. Núna er ég að vinna í því að breyta þessu er í ströngu æfingarprógrammi og þetta hefur bara gengið ágætlega fram að þessu missti mig aðeins og keypti kalkúnaleggi og skellti í frystirinn gott að eiga þá ef verslanir loka fyrirvaralaust það gæti alveg gerst meður veit aldrei :) En það kom í ljós að það var mikið til af lopa aföngum og þá var nú spurning  hvernig best væri að nýta þá, ég fór  á youtube og vafraði þar um þar til ég datt niður á uppskrift af teppi og auðvitað skellti ég mér í að prófa og áður en ég vissi var ég komin með bólginn úlið og 5 ferninga í teppið og þá fór ég að hugsa hvo...

Nýtt ár, nýtt upphaf

Image
 Gleðilegt ár öll og takk fyrir það gamla ! Í upphafi árs finnst mér gott að staldra aðeins við og líta um öxl og skoða hvað hefur áunnist á síðasta ári og hvað má halda áfram að vinna með á þessu ári, hverju hef ég áorkað og hvernig hefur mér liðið? Það er líka svo gaman að rifja upp allt það skemmtilega sem á vegi mínum hefur orðið og einnig skoða þau verkefni sem ég hef verið að takast á við og hvernig mér hefur gengið að leysa þau. Og það sem stendur upp úr hjá mér eftir síðasta ár er hversu vel börnunum mínum hefur gengið í sínu lífi þrátt fyrir að ég sé ekki alltaf með nefið niðri í þeirra málum þótt svo að þau hafi alveg leitað til mín sem er auðvitað mjög ljúft en þau hafa bara leyst sín mál á sinn hátt og enn og aftur sannað að þau geta það alveg. Ef ég ætti að velja úr hvað mér fannst skemmtilegast á síðasta ári get ég ekki gert upp á milli en mér fannst alveg frábært að við hjónaleysin létum verða af því að fara Vestfirðina í sumar sem leið og ...