Posts

Showing posts from February, 2015

Að undirbúa garðinn sinn ....Þótt úti snjói.....

Image
Nú er gott að huga að því hvað rækta á  í sumar, hvað er til af fræjum síðan í fyrra og hvað ég þarf að kaupa, og svo vakna ótal spurningar í kjölfarið á þessu og stundum hef ég verið svo óskipulögð og verið allt of sein að setja niður fræ til að fá einhverja uppskeru það árið. Núna ákvað ég að nota þær aðferðir sem ég kann og hef lengi kunnað í skipulagsmálum og viti menn þetta er bara mjög auðvelt ég gerði bara lista yfir það sem ég ætla að rækta og fyrir aftan nafnið setti ég dagsetingu hvenær fræið þarf að fara niður til að vera tilbúið að fara út í garð á réttum tíma þennan lista hengdi ég svo á ísskápinn í hann kíki ég nú reglulega. Hugsa sér ég er búin  að kenna markmiðssetningu í mörg ár og hún virkar líka fyrir mig ekki bara alla hina, skemmtilegt að vera sífellt að koma sjálfri sér á óvart og það eru örugglega ennþá ónýttir hæfileikar einhversstaðar á sveimi og ég hlakka til að kynnast þeim. En aftur að garðinum úti en ekki mínum innra garði þá eru nokku...

Afgangar enn og aftur !!!

Image
Margir fá  osta í jólagjöf og við erum ein af þeim og oft nær maður ekki að borða þá alla um jólin, þá er hægt að nota þá um áramótin en við erum svo lítið heima við þá að við náum því ekki. Í janúar byrjun sat ég því uppi með osta sem ekki var hægt að geyma mikið lengur og frk. nýtin þurfti að skoða hvað hægt væri að gera við þá , ég hef oft  fryst osta og geymt þá þannig í einhvern tíma og notað svo í allskonar rétti og það hefur virkað vel. En nú ákvað ég bara að hóa saman börnunum og þeirra mökum og gera eitthvað gott úr þessu öllu saman og eldaði góða súpu og notaði ostana með sem meðlæti og rétti. Þessi ostur er franskur camenbert og hann setti ég  í fílódeig og ofan á hann fór villiblómahunang með pístasíum en ég fékk það í jólagjöf og það er mjög gott með ostum t.d. Pakkaði honum inn í deigið og skar svo út laufblöð og gerði síðan rós úr afgöngum og hann varð mjög fínn,  bakaði  hann í vel heitum ofni 180gr. þar til deigið var orðið fal...