Ný tækifæri.
Á hverjum degi stend ég frammi fyrir nýju tækifæri og nú er 5 jánúar þanning að ég á að minnsta kosti eftir 361 tækifæri með deginum í dag og nú þarf ég að ákveða hverning ég ætla að nýta mér þessi tækifæri. Ég ætla að ganga út frá því að ég fái að lifa allt þetta ár en auðvitað get ég ekki verið viss en er búin að ákveða að lifa hvern dag eins vel og ég get, og það þýðir að ég ætla að vanda mig í samskiptum, hugsa vel um sjálfa mig, rækta vináttuna og fjölskylduna vel. Ég ætla líka að reyna að finna húmorinn minn aftur, en það hefur verið svolítið djúpt á honum undanfarið, húmorinn hefur hjálpað mér í gegnum mjög margt í lífinu og ég hef oft brugðið mér í trúðinn til að fara í gegnum allskonar erfileika. Trúðurinn er ein lýsing á uppkomnu barni alkóhólista: Sum börn nota húmorinn til að létta andrúmsloftið á heimilinu ef það er erfitt og svo fylgir þetta manni inn í fullorðisárin og getur bæði hjálpað og einning verið manni fjötur um fót að því leiti að í stað þess...