Samþykki eða Acceptance
Ég vaknaði í morgun og var svolíðið væmin en þakklát fyrir að eiga einu sinni enn afmæli og að hafa náð 62 árum, því að það er alls ekki sjálfsagt. Myndin er tekin í Berlin af húsvegg veit ekki hver höfundurinn er. Á borðinu mínu í vinnunni er blað sem ég lánaði vinnufélga mínum en ég hef ekki lesið það sjálf, og ég fór að glugga í það yfir morgunkaffinu og rakst á smá grein um Acceptance og fór að velta þessu orði fyrir mér í ljósi dagsins í dag. Ég held að mér hafi farið mikið fram í að samþykkja mig eins og ég er, en það koma dagar þar sem ég "dett í það" að skoða fortíðina og þá kemur stundum eftirsjá, og ég hugsa um hvað hefði ég viljað gera öðruvísi við líf mitt og hverning hefði ég getað orðið betri sem t.d. móðir, maki, systir og vinur. Stöku sinnum fer ég í herferð við að setja út á líkama minn sem er náttúrlega bara stórkostlegur eins og hann er, með öllum sínum merkjum og hrukkum sem segja bara...