Posts

Showing posts from March, 2017

Sunnudags hugleiðing í 101 Reykjavík

Það er skrítin tilfinning að setjast niður og byrja að blogga aftur það hefur svo margt gerst síðan síðast ég átti frábært ár 2016 en þá náði ég þeim merka áfanga að verða sextug og líka að verða langamma sem er frábært og hann er yndislegur drengur hann Máni minn og hún mamma hans hún Sif. En svo í byrjun árs 2017 þá flutti ég að heiman og byrjaði nýtt líf og þegar ég lít til baka á þessi ár sem ég átti í Mosó þá er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á þaðan og ætla að varðveita þær. það er leitt að árin okkar urðu ekki fleiri þar og að ég náði ekki að reisa gróðurhúsið sem ég ætlaði að dunda mér í þegar ég færi á eftirlaun en svona er lífið stöðugt að koma manni á óvart. Núna bý ég í 101 Rvk í blokk og í fyrsta skiptið á ævinni bý ég alveg ein og það er skrítin tilfinning að vera orðin sextug og byrja upp á nýtt, og ég veit að það í mínu valdi að gera það besta úr því sem ég hef og ég er alveg ákveðin í því að verða ekki bitur kona sem kennir einhverjum öðrum um hver...