Posts

Showing posts from June, 2016

Að líta í eigin barm og geymslur !

Image
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvernig við getum gert breytingar á lífi okkar til að einfalda það og hvernig breytingar fara misjafnlega vel í okkur. Held að þetta tengist því að hún mamma er að takast á við þetta hún datt í maí og braut mjaðmagrind og lærlegg og það leit út fyrir að hún kæmist aldrei aftur á fætur, en sú gamla var nú ekki til í það og er farin að ganga með staf í dag og stefnir á að komast heim til sín fljótlega. En í framhaldi af þessu sér hún fram á að hún flytji í þjónustuíbúð og það er stórt skref fyrir hana að taka og hefur í för með sér miklar breytingar á hennar lífi.  Hún er með búslóð sem er búin að safnast í mörg ár og getur ekki tekið allt með sér en hún er mjög tilfinninga tengd mörgu sem hún á þannig að þetta verður krefjandi verkefni fyrir hana og eftir að taka mikið á og á örugglega eftir að reyna á okkur líka og í framhaldi af þessu fór ég að velta mínum dóta málum fyrir mér. Það getur verið gott að staldra við öðru hvoru og...