Mánudagur til mæðu eða hvað?
Mánudagar koma alltaf einu sinni í viku hjá okkur öllum og þeir fara misjafnlega vel í okkur, mér fannst frekar erfitt í morgun að fara á fætur og eiga framundan heilan vinnudag, vildi bara vera heima og halda áfram að taka til garðinum hjá mér. En það var ekki í boði þannig að ég drattaðist af stað og þetta var svona dagur " hvar eru buxurnar mínar, á eftir að strauja mussuna sem ég ætla í og hvar eru skórnir mínir" og þetta átti allt að gerast frá 6.15 og ég þurfti að ná strætó 6.50 úff, sem betur fer bauðst kærastinn til að keyra mig í vinnuna og ég náði að strauja og finna buxurnar mínar og fór ekki skólaus í vinnuna þetta rétt náðist með góðra manna hjálp. Þegar ég var komin í vinnuna og var að hella upp á kaffi sem varð mjög vont hjá mér í stíl við morguninn þá fór ég að hugsa af hverju geri ég mér þetta svona erfitt? Af hverju tek ég mig ekki til á sunnudagskvöldi í stað þess að standa í þessari vitleysu á mánudagsmorgni það er nú ekki eins og ég kunni ekki a...