Öll ferðalög þurfa að hafa upphaf og endi..
"Líf okkar á öllum sviðum er ferð í átt að áfangastað" sagði vitur manneskja einu sinni við mig og ég var lengi að velta því fyrir mér hvað hún meinti. Fann þetta á bloglovin.com Ég spurði hana þá hvort ekki væri gott að vita þá hvert mann langaði að fara til að eyða óvissu og hafa einhver markmið til að stefna að " jú það er nauðsynlegt sagði hún" og þetta samtal hef ég haft með mér síðan þá. Hér áður fyrr hafði ég mjög óraunhæfar væntingar til lífsins og fólks og varð því oft fyrir vonbrigðum og oft vissi ég ekkert hvert ég væri að stefna, en eftir að ég breytti þessu hefur mér vegnað mun betur, fólk er bara fólk með öllum sínum kostum og göllum jafnvel þeir sem standa mér næst og ég sjálf líka og núna veit ég oftast hvert ég er að fara.... ...