Ég elska þig !!!!
Í sumar fór ég á vinnustofu með Patch Adams en Robin Williams heitinn lék hann í samnefndri mynd frá 1998, ég sá myndina og hreifst svo að aðferðum þessa manns til að nálgast sjúklingana sína og því varð ég himinlifandi þegar mér gafst kostur á því að fara á þessa vinnustofu með honum. Þetta námskeið var mikil óvissuferð því að ég vissi ekkert hvað færi þarna fram og var í senn spennt og með smá hnút í maganum. Það kom svo í ljós að þarna var mættur hópur af fólki af báðum kynjum og ég þekkti eina konu og kannaðist við nokkur andlit og það sem var óvenjulegt var hversu margir karlmenn voru mættir en oft er það svo á námskeiðum að þar eru eingöngu konur. Það var farið yfir mjög margt þarna og gerðar margar æfingar og þær tóku allar á en á mismunandi hátt. Ein æfingin var að standa með ókunnugri manneskju og segja við hana " Ég elska þig " í 3-4 mínútur og heyra síðan þessa manneskju segja þetta við mig, við þurftum að skipta 3 x um félaga...