Rabarbara tilraunir ...
Fyrsta uppskera sumarsins af rababara er komin og ég ákvað að skoða hvað ég gæti gert annað en að sjóða sultu úr honum, en auðvitað sauð ég líka sultu. Sultan er alltaf góð og hægt að borða hana og baka úr henni en það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég var að klára rababara sem ég átti frá því í fyrrasumar í frysti og gerði úr houm eftirrétt og það heppnaðist bara vel en ég gleymdi að taka myndir af þessari tilraun minni. Setti rababarabita í pott og sauð upp á honum til að mýkja hann, þetta fór svo í botninn á eldföstumóti og eplabitar með. ( magnið af rababara fer bara eftir stærð mótsins sem við notum) Yfir það setti ég hvítt súkkulaði sem ég átti má vera suðusúkkulaði eða það sem til er hverju sinni, þar ofan á setti ég mulning eins og ég kalla það og í hann fór c.a : 100gr. smjör, 1 bolli haframjöl, 2 msk hveiti, kókosmjöl og hakkaðar hnetur, muldi þetta vel saman og setti ofan á rababarann og eplin. Bakaði þetta í 20 mí...