Jóla streita !!!
Það er gott að gefa sér tíma til að skoða hvernig streitu stigið er hjá okkur núna í byrjun desember, ég heyri marga segja að þetta sé erfiður tími fyrir þá og því fylgir streita, síðan eru aðrir sem upplifa þennan tíma sem skemmtilegasta tíma ársins. Í hvorum hópnum sem við erum er samt gott að vera meðvitaður um líðan sína og fylgjast með því hvort við erum nokkuð að fara fram úr okkur hvort sem það er í innkaupum eða stússi. Fyrir þá sem upplifa erfiðar tilfinningar á þessum árstíma er erfitt að heyra stöðugt hvað allt sé skemmtilegt, það eru tónleikar og jólahlaðborð og allkonar skemmtanir og það eru margir sem ekki hafa neinn til að fara með eða eiga ekki fyrir því. Margir sem eiga erfitt núna hafa oft á tíðum upplifað erfiða hluti á þessum árstíma t.d í barnæsku eða ástvinamissi og svo eru aðrir sem hafa lítil fjárráð og það gerir mann dapran og þá er streitan á næsta leiti. Ég þekki persónulega báða þessa þætti fyrir mig voru jólin...