Hvar er hamingjan ?
Það er góð spurning hvar er þessi blessaða hamingja, jú hún er innra með okkur og allt í kring ef við bara lítum upp og gefum okkur tækifæri til að finna fyrir henni. Það eru ekki forréttindi eða álög að vera hamingjusamur, en við þurfum að passa okkur á því að leita ekki að henni t.d á flöskubotni, í öðru fólki eða í hlutum sem við getum keypt, auðvitað getur annað fólk aukið á hamingju okkar og það að kaupa sér eitthvað fallegt getur glatt mann, en hamingjan þarf að koma innan frá og við þurfum oft að skoða vel og spyrja okkur er ég hamingjusöm í því sem ég er að gera t.d vinnunni, sambandinu mínu og lífinu yfirleitt og ef svarið er nei þá er gott að skoða hvað veldur því. Það eru ekki allir dagar jafngóðir hjá okkur þanning er það bara í lífinu, það er stöðugt á hreyfingu og hittir okkur misvel, en ef við erum dugleg að horfa á það sem við höfum, í stað þess að horfa á það sem við höfum ekki þá hjálpar það okkur.